Alexander Mikli og Díógenes

Þegar Díógenes, heimspekingur sem iðkaði nægusemi til hins ítrasta, lá í sólskininu í Kórintheu hitti hann æstan Alexander mikla. Alexander var spenntur fyrir því að hitta þennan sérvitra heimspeking sem hafði búið í bala á Athenutorgi og var síðan hneppt í þrældóm sem flutti hann til Kórintheu. Þegar Alexander spurði hann hvort hann gæti gert eitthvað fyrir Díógenes þá svaraði hann,
„Já, þú mátt endilega færa þig svo þú skyggir ekki á mig.“
„Ef ég væri ekki Alexander þá myndi ég óska mér að ég væri Díógenes“ svaraði Alexander.
Díógenes spurði Alexander í kjölfarið hvað hann ætlaði sér að gera?
„Ég ætla að leggja undir mig Grikkland.“
„Hvað svo?“ Svaraði Díógenes um hæl.
„Ég mun leggja undir mig alla litlu Asíu.“
„Hvað svo?“
„Svo mun ég leggja undir mig heiminn.“
„Hvað svo?“
„Ég hugsa að ég slaki svo á og njóti mín.“
„Þú gætir sparað þér ómakið, slakað á og notið þín núna.“

Díógenes var gríðarlega hress gaur og hrókur alls fagnaðar.

Díógenes var gríðarlega hress gaur og hrókur alls fagnaðar.

Blind Willie Johnson

Blindi Willie spilaði blús. Eins og margir aðrir listamenn varð hann ekki auðugur á meðan hann lifði en nú er hann í hópi Mozart og Bach og skautar í gegnum geiminn á gullplötu. Ef geimverur munu einhverntíman rekast á Voyager plötuna þá munu þær hlusta á blinda Willie Johnson. Dimm var nóttin, jörðin köld. Og geimurinn, hann er líka dimmur og kaldur. Þar verður röddin á reiki, mögulega löngu eftir að sólin gleypir jörðina.

 

Um versnandi sjálfsmyndir Picasso

Allir breytast með tímanum. Hvernig maður sér sig breytist líka.
Hver vill fara í gegnum lífið sem ein manneskja?

https://mymodernmet.com/pablo-picasso-self-portraits/ Sjálfsmynd Picasso 18 ára (v) og 25 ára (h).

https://mymodernmet.com/pablo-picasso-self-portraits/
Sjálfsmynd Picasso 18 ára (v) og 25 ára (h).


Kintsugi

„Ef leirmunir brotna í Japan eru brotin límd saman með gulli, silfri eða platínum. Það kallast Kintsugi. Brotin eru undirstrikuð. Þau gera munina sterkari og fallegri. Þannig er Japan fyrir mér núna. Staður sem ég get brotnað og í staðinn fyrir að vera mulinn enn frekar af fólki, sem lifir fyrir að sýna að það sé æðri en aðrir, þá setur það mig aftur saman með gulli. Þannig er Japan fyrir mér núna.
Þess vegna vill ég enda mín ferðalög á Japan. Því ég veit að þetta er bara annar staður. Eins og Höfn í Hornarfirði. Og Barcelona. En ég þarf að eiga hugmyndina um Japan sem ég get flúið til og látið pússla mér saman með gulli.“

https://mymodernmet.com/kintsugi-kintsukuroi/

https://mymodernmet.com/kintsugi-kintsukuroi/

Hér er hann.

Fullkomlega sveittur og zenaður Jeff Buckley. Of svalur en á sama tíma of heitt fyrir skyrtuna sína sem hangir af málamiðlun enn á öxlunum. Hann er ekki á staðnum. Hann er í eternum; drukknaður í Wolf ánni með gítarinn sem virkar jafnstór og hann sjálfur. Þannig sér hann gítarinn. Þeir eru jafnstórir. Þannig er sambandið. Þannig er virðingin.

Hann er að channella Jimmy Page. Hann er að channella Nusrat Fateh Ali. Hann er að channela pabba sinn. Hann er að syngja til pabba síns, um pabba sinn.

Eftir 6 min fer hann bara að öskra. Hann er sperrtur. Hann er algjörlega hafinn yfir allt nema þetta lag. Eins og það eigi aldrei eftir að enda. Svo í restina sönglar hann með feedbackinu úr maganum. Hann sækir seinustu nóturnar niðrí garnir. Þar sem allar alvöru tilfiningar eiga heima.

Og þetta er búið.

Dýr

Hversu leið verða dýr? Ég hugsa að hvíti nashyrningurinn verði allavega oft einmana. Hann er einn eftir. Þegar hann deyr þá verða engir hvítir nashyrningar einmana framar. Né glaðir. Né svangir. Né heitt.
Hvernig takast þau á við missi? Ætli það sé ekki erfitt að upplifa morð móður sinnar án þess að eiga tungumál. Hversu nálægt er górillan því að búa til orð yfir missi. Yfir ósanngirni. Yfir söknuð?
Maðurinn huggar apann. Obama huggar fjölskyldur Sandy Hook. Hlutverkið er sama, tilfiningarnar hafnar ofan tegund. Hún er universal. Við tökum á móti henni, eins og loftnet.

Við erum loftnet.

Saga um snjósleðaslys

Hetjudáð

Enginn getur á þig hlýtt
Því flýrð þú líf og hefur nýtt
Svo þú fáir elskað hreint og blítt.

Og þegar friði hefur náð
Verður að þér betur gáð
Eftir frækna hetjudáð

Fólk sér fyrst mann og fagnar honum
stillupp við landsins bestu sonum
Þú ert einn af okkar björtustu vonum

En kastljósið forðast og blaðafólk þaggar
En það kemst loks á sporið og af detta baggar
"hvernig eru þeir hetjur en samt líka faggar?"

Þessi einstaki þáttur er einn besti podcast þáttur sem ég hef hlustað á. Umhverfið er Bandaríkinn um miðjan áttunda áratug og þátturinn byrjar þar sem lýst er tilræði við þáverandi forseta BNA, Gerald Ford, frá sjónarhorni konunnar sem reyndi að taka hann af lífi. Síðan tekur þátturinn ótrúlega stefnu. Ég vil helst ekki gefa meira upp. En þetta snertir á svo mörgum djúpmannlegum og pólitískum atriðum.
Njótið.


Úti sækir mannmergðin að mér
rétt eins og háflóðið að auðri strönd.
Og ég sé að eins og gengur
ferðast sumir einir,
aðrir hönd í hönd.
— Móses Hightower

IMG_7121.jpg

Takk fyrir síðast

Þegar Kisi er inni

Hlutir

Ég er að vinna samhliða í nokkrum skrifverkefnum. Það er víst misjafnt hvað hentar fólki sem skrifar. Það er ofgnótt af ráðum en ólíkt almennilegum vísindum þá virkar sum ráð fyrir suma og önnur ráð fyrir aðra. Það gerir það að verkum að maður prófar að taka mark á sumu og sér hvort það virkar. Ég hef takið mér að skrifa eftir skapi. Við erum öll nokkrar manneskjur eftir því hvernig okkur líður og því þarf ég mismunandi verkefni fyrir mismunandi mig. Eitt af þeim verkefnum, sem ég er mjög spenntur fyrir, er umsögn um hlutina í íbúðinni minni og samband mitt við þá. Ætli þau séu samt ekki öll um mig.

Ég er að vinna samhliða í nokkrum skrifverkefnum. Það er víst misjafnt hvað hentar fólki sem skrifar. Það er ofgnótt af ráðum en ólíkt almennilegum vísindum þá virkar sum ráð fyrir suma og önnur ráð fyrir aðra. Það gerir það að verkum að maður prófar að taka mark á sumu og sér hvort það virkar.
Ég hef takið mér að skrifa eftir skapi. Við erum öll nokkrar manneskjur eftir því hvernig okkur líður og því þarf ég mismunandi verkefni fyrir mismunandi mig.
Eitt af þeim verkefnum, sem ég er mjög spenntur fyrir, er umsögn um hlutina í íbúðinni minni og samband mitt við þá.
Ætli þau séu samt ekki öll um mig.

Theseus

Það er freistandi að skrifa blogg á þann hátt að elsti textinn hangir efst og sá sem kemur í fyrsta skipti þarf að lesa alla söguna frá byrjun. Það yrði þó óþolandi til lengdar, að þurfa að leita að nýjasta textanum og jafnvel uppgötva eftir að hafa rúllað í eitt skipti enn í gegnum hann allan að engu hefur verið bætt við.

Það er líka best að hafa elsta textann neðst. Þetta er sá texti sem er hvað fjærst þeirri manneskju sem skrifar þann nýjasta. Það tekur víst sjö ár fyrir allar frumur líkamans að endurnýja sig. Þetta er þversögnin um Theseus. Hugmyndin er eitthvað á þessa leið: Skip Theseusar var í hávegðum haft og var varðveitt lengi. En með árunum byrjuðu fjalir þess að hrörna. Þannig smátt og smátt voru fjölunum skipt út fyrir sterkari við þar til allur hluti skipsins hafði verið skipt út. Rökræðan var sú hvort að skipið væri það sama.

Sama á mögulega við um okkur. Ef þú finnur eftir mig texta fyrir sjö árum þá var hann að öllum líkindum ekki skrifaður af mér.  

Ljóð og Norður Kórea

Ég er að fara að selja fyrstu ljóðabókina mína. Á meðan hef ég verið að klára fyrstu smásögubókina mína. Hún mun heita Afrit og ég vona að Bandaríkin kjarnorkusprengi ekki Norður-Kóreu á næstunni því að þá verða einhverjar sögurnar of viðeigandi. Ég hef engan áhuga á því.

Þegar bækurnar verða tilbúnar þá getið þið keypt hana hérna á síðuni og ég mun senda þær til ykkar. Hver veit, kannski læt ég fylgja með einhver skilaboð. Ég lofa engu. Bara yfir höfuð, þá er ég að forðast loforð.

Annars er ég spenntur fyrir því að verða skáld. Ég geri enga kröfu um að vera gott skáld. Ég vona samt að mamma hafi gaman af þessu.