Ég fékk einu sinni plöntu í gjöf.
Hún dó. Ég er þó enn með hana í stofunni.
Þegar hún lifði var hún græn. Hún bætti við lit í stofuna.
Eftir nokkrar vikur af vanrækslu féllu laufin.
Fyrst geymdi ég föllnu laufin, ljósbrún, neðst í gyllta pottinum
ofan á dökkbrúnni moldinni.
Það var þó betra að henda laufunum.

Plöntulíkið
er snyrtilegra þegar laufblöðin vanta í botninn.
Þegar hún er dauð er hún brún. Hún bætir við lit í stofuna.
Hún var falleg þegar hún lifði.
Hún er falleg núna dauð.
En núna er hún meira en falleg.
Hún er sorgleg.

Einmitt það sem mér vantaði í stofuna.