Ég hugsa að ég spili einu sinni á ári.

Þetta áhugamál tekur því of stórt rými í íbúðinni minni.
Golfsettið geymi ég í svefnherberginu. Það nýtist best þar.
Dræverinn er klæddur í sokk sem fylgdi honum.
Hinar kylfurnar hef ég klætt sjálfur.
Ég lagði náttbuxur yfir sandkylfuna og sjö járnið. Kósý.
Á níunni liggur grá peysa. Fimm prósent kasmír.
Ómögulegt að vita þó hvaða fimm prósent.
Ein kylfan er kölluð hálfviti. Hún er í uppáhaldi hjá mér.
Hún virðist þurfa mest á því að halda, að vera í uppáhaldi, með þetta nafn.
Ég legg á hana náttslopp.
Pútterinn er sá eini sem stendur nakinn upp úr pokanum.
Óspéhræddur og fullur sjálfstrausts.
Forgjöfin mín stendur í stað.
En kylfunum verður ekki kalt.